Skjaldbökurnar orðnar ofurþrútin vöðvatröll

Skjaldbökurnar eins og þær eru í dag; afar vöðvastæltar.
Skjaldbökurnar eins og þær eru í dag; afar vöðvastæltar. mbl.is

Uppfærð útgáfa af hinum fjörugu Teenage Mutant Ninja Turtles-skjaldbökum, sem nutu gífurlegra vinsælda snemma á 10. áratugnum er mun vöðvameiri en forverar þeirra. Í eldri útgáfu myndarinnar voru þeir hraustlegir og lífsglaðir skjaldbökustrákar, en í nýrri mynd um þá líta þeir fremur út eins og forsíðufyrirsætur vaxtarræktartímarita, með ofurþrútna og æðabera vöðva kreppta. 

Í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins er fjallað um hvernig útlitsfyrirmyndir verða sífellt ýktari en sálfræðingurinn Sigrún Daníelsdóttir, formaður samtaka um líkamsvirðingu, segir að útlitsdýrkun sé orð sem sífellt beri meira á í umræðu á Íslandi. „Útlitsfyrirmyndir kvenna og karla hafa orðið ýktari með árunum þar sem lögð er megináhersla á granna vöxt hjá konum og vöðvastæltan líkama hjá körlum.“

Sigrún segir að iðnaðurinn í kringum megrunar- og líkamsþráhyggju hafi stolið hugtakinu heilbrigði og afbakað merkingu þess og fyrir vikið telji margir aðútlitið skipti miklu máli varðandi það hvers virði þeir eru. 

Í greininni er fjallað um fleiri persónur sem miðaðar eru að börnum og má þar nefna Kókómjólkur-Klóa, kisann röndótta og geðþekka sem löngum hefur prýtt fernur drykkjarins vinsæla. Í dag er kroppur hans tónaður og stæltur á við fótboltastjörnu fremur en venjulegan heimiliskött.

Skjaldbökurnar eins og þær voru í fyrstu myndunum.
Skjaldbökurnar eins og þær voru í fyrstu myndunum. mbl.is
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert