Velgengni getur gert mann óöruggan

Ragnheiður Gröndal söngkona
Ragnheiður Gröndal söngkona Ómar Óskarsson

„Eins og það getur verið frábært þá getur það líka verið gott að það gerist ekki þegar maður er of ungur því það er kannski ekki orðið mótað í huga manns hvernig maður vill vera,“ segir Ragnheiður Gröndal aðspurð hvort það hafi verið kostur að slá ungur í gegn en Ragnheiður stendur á þrítugu og heldur upp á það með afmælistónleikum 15.desember í Norðurljósasal Hörpu.

Tónlistarkonan byrjaði sem unglingur í tónlistinni og sló í gegn þegar hún ekki orðin tvítug. „Ég held ég hafi í raun haft ótrúlegt sjálfstraust þegar ég byrjaði en oft getur velgengni gert mann óöruggan þegar það ætti að vera öfugt,“ segir Ragnheiður í viðtali sem birtist í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins um helgina um líf og störf en þar ræðir hún meðal annars nýja plötu sína, Svefnljóð, ferilinn og tíðari tónleikaferðalög til Evrópu en Þjóðverjar eru meðal þeirra sem kunna afar vel að meta tónlist hennar.

Reynsla Ragnheiðar af því hvernig það er að vera ungur og hafa ákveðnar skoðanir á hlutunum minnir um margt á lífsreynslu leikkonunnar Emmu Watson en Ragnheiður var sögð erfið þegar hún hafði sterkar skoðanir og vissi enda vel hvað hún var að gera.

„Ég man vel eftir að hafa verið sögð erfið þegar ég held að ég hafi einfaldlega haft kjark til að koma eigin skoðunum á framfæri um hvernig ég vildi útsetja tónlist og slíkt. Það var pínu skellur og ég sá að ég þyrfti að tóna aðeins niður hreinskilnina og vinna í því að vera ekki alltof mikil „kontrólfrík“. Í dag finnst mér ég hafa fundið jafnvægi - ég á auðveldara með að vinna með öðrum og tek mark á fólki í kringum mig.“

Ragnheiður Gröndal söngkona
Ragnheiður Gröndal söngkona Ómar Óskarsson
Forsíða Sunnudagsblaðs Morgunblaðsins.
Forsíða Sunnudagsblaðs Morgunblaðsins.
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert