Vindstrengir við fjöll

Vegir eru að mestu auðir á landinu en þó er hálka eða hálkublettir á nokkrum leiðum á Norðausturlandi, einkum inn til landsins. Það er víða hvasst og vindstrengir við fjöll á Vesturlandi.

Veðurspá fyrir næsta sólarhring:

Sunnan og suðaustan 8-15 m/s, en 15-20 í staðbundnum vindstrengjum við fjöll V-lands. Súld eða dálítil rigning, en hægari vindur og bjart með köflum á N- og NA-landi. Dregur úr vindi í kvöld og nótt, austlæg átt 3-10 annað kvöld. Rigning um mestallt land á morgun, en úrkomulítið NV-til. Hiti yfirleitt 3 til 10 stig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert