Á lista með mörgum bestu

Víkingur Heiðar Ólafsson við píanóið.
Víkingur Heiðar Ólafsson við píanóið. mbl.is/Jim Smart

„Þetta breytir ansi miklu fyrir mig,“ segir Víkingur Heiðar Ólafsson píanóleikari um að vera kominn á mála hjá kunnri umboðsskrifstofu, Harrisson Parrott.

Meðal annarra píanóleikara sem umboðsskrifstofan vinnur með eru Vladimir Ashkenazy, Maurizio og Angela Hewitt, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Þar segist Víkingur Heiðar lengi hafa stefnt að því að komast í samstarf við þessa skrifstofu enda finni hann til sterkrar tengingar við marga listamannanna sem eru þar á lista. Hann segir þetta vera mikinn heiður og fylla sig auðmýkt en hann er líka fyllilega meðvitaður um að pressan á honum eykst.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert