Aukin samkeppni um lifur þorsksins

Áhersla er lögð á rannsóknir og þróunarstarf, á myndinni er …
Áhersla er lögð á rannsóknir og þróunarstarf, á myndinni er Rakel Sæmundsdóttir á rannsóknastofunni. Ljósmynd/Lýsi hf./ Grímur Bjarnason

Aukin samkeppni hefur síðustu ár verið um þorsklifur og verð á henni margfaldast. Algengt verð fyrir kíló er nú 130-150 krónur og slagar það upp í verðið sem fæst fyrir kíló af löngu og keilu.

Vörur frá Lýsi hf eru seldar til 70 landa, en þorsklifrin er eitt mikilvægasta hráefnið í þeim. Þorsklifur verður í ár soðin niður í um 36 milljón dósir í sex verksmiðjum og áætla má útflutningsverðmætið um þrjá milljarða króna.

Í umfjöllun um úrvinnslu þorsklifrarinnar á Íslandi í Morgunblaðinu í dag kemur fram, að alls starfa um 280 manns hjá Lýsi  og niðursuðuverksmiðjunum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert