Ekki þingflokksfundur um helgina

Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins kemur saman til reglulegs fundar á mánudaginn.
Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins kemur saman til reglulegs fundar á mánudaginn. Morgunblaðið/Eggert

Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins er ósennilegt að þingflokkur Sjálfstæðisflokksins komi saman til fundar um helgina til að ræða hver tekur við innanríkisráðuneytinu af Hönnu Birnu Kristjánsdóttur. Reglulegur þingflokksfundur hefur verið boðaður á mánudaginn.

Ragnheiður Ríkharðsdóttir, formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins, er erlendis og sama á við um Einar K. Guðfinnsson, forseta Alþingis. Þau verða komin til landsins á mánudaginn þegar þingflokkurinn kemur saman til fundar.

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í gær að hann vildi að niðurstaða um hver tæki við innanríkisráðuneytinu fengist sem fyrst.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert