Gígar og hraunár sjást vel

Eldfjallafræði og náttúruvárhópur Jarðvísindastofnunar Háskólans sá um kortagerð og myndvinnslu.
Eldfjallafræði og náttúruvárhópur Jarðvísindastofnunar Háskólans sá um kortagerð og myndvinnslu. mynd/Jarðvísindastofnun HÍ

Gígar, hraunár og virki hluti hraunsins sést vel á hitamynd sem gervihnötturinn EO-1 tók yfir landinu í fyrradag. 

Myndin er birt á Facebooksíðu Jarðvísindastofnunar Háskóla Íslands. Þar má sjá útlínur hrauns sama dag frá vettvangshópi Jarðvísindastofnunar og ýmsum gervitunglamyndum.

Hraunið er nú 72,5 ferkílómetrar að stærð. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert