Nauðsynleg lyf lækka í verði

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra sagði í ræðu sinni á haustþingi miðstjórnar Framsóknarflokksins í dag að breytingar á virðisaukaskattskerfinu myndu verða til þess að flestar vörur lækkuðu í verði og nauðsynleg lyf þá sérstaklega.

„Þegar allt er talið á matvælaverð ekki að hækka vegna breytinganna um nema í mesta lagi um 1,4% og helst ekki neitt. Flestar vörur munu lækka í verði og nauðsynleg lyf alveg sérstaklega. Heildaráhrif breytinganna þýða að neysluskattar lækka verulega og, það sem er mikilvægast, áhrifin verða mest hjá þeim tekjulægstu,“ sagði Sigmundur.

Hann talaði einnig um niðurstöður skuldaleiðréttingarnar sem voru tilkynntar fyrr í mánuðinum. 

„Við lítum þó ekki svo á að með þessu sé verið að gefa fólki peninga heldur aðeins að rétta hlut þess á sanngjarnan hátt. Þó er ánægjulegt að sjá að aðgerðin nýtist fyrst og fremst milli- og lágtekjufólki, dæmigerðum íslenskum fjölskyldum með dæmigerð lán,“ sagði Sigmundur.

Hann sagði að aðgerðin nýttist samfélaginu öllu „því að heimilin eru hornsteinn samfélagsins og efnahagslífsins“.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert