Pressan eignast ráðandi hlut í DV

Björn Ingi Hrafnsson.
Björn Ingi Hrafnsson. Árvakur/Sverrir

Pressan ehf. hefur náð samkomulagi við eigendur meirihluta hlutafjár í útgáfufélaginu DV ehf. um kaup á ráðandi hlut í félaginu. Þetta var tilkynnt í gær.

Með kaupunum er Pressan ehf orðin eigandi ríflega tveggja þriðju hlutafjár í DV ehf og hafa viðskiptin verið tilkynnt lögum samkvæmt til Samkeppniseftirlitsins og fjölmiðlanefndar.

Í Morgunblaðinu í dag kemur fram, að Hallgrímur Thorsteinsson verður áfram ritstjóri blaðsins og að Björn Ingi Hrafnsson, stjórnarformaður Pressunnar og Vefpressunnar, verður útgefandi DV og stjórnarformaður fyrirtækisins.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert