Sækó skellti Skotunum

Bergþór G. Böðvarsson, til hægri, og einn Skotinn skiptast á …
Bergþór G. Böðvarsson, til hægri, og einn Skotinn skiptast á treyjum í leikslok. mbl.is

Knattspyrnufélagið FC Sækó, sem skipað er notendum og starfsmönnum geðsviðs Landspítalans og velferðarsviðs Reykjavíkurborgar, hélt í sína fyrstu keppnisferð á dögunum og glímdi í tvígang við sambærilegt skoskt lið, fyrst í Glasgow og síðan Falkirk.

Fyrri leikurinn, sem var sá fyrsti í sögu FC Sækó, tapaðist en í þeim síðari gjörsigruðu Sækó-liðar Skotana, 10:3. Leikið var á heimavelli skoska b-deildarliðsins Falkirk FC sem tekur tæplega 9.000 áhorfendur í sæti.

„Þetta var ofsalega stór stund og ekki spillti völlurinn fyrir,“ segir Helgi Þór Gunnarsson, forstöðumaður í búsetuþjónustu fyrir geðfatlaða hjá velferðarsviði Reykjavíkurborgar, sem skipulagði ferðina ásamt Bergþóri G. Böðvarssyni, fulltrúa notenda á geðsviði Landspítalans og fleirum. 


Bergþór segir ótrúlega létt hafa verið yfir hópnum í ferðinni og menn sem alla jafna eiga erfitt með að vakna á morgnana hafi sprottið upp fyrir allar aldir. Klárir í slaginn. „Þetta var heilsuefling í svo mörgum skilningi.“


Hópurinn vakti mikla athygli á götum Falkirk og Glasgow og margir spurðu hverjir þeir væru og hverra erinda. Sækó-liðar voru hvergi bangnir. „Við kynntum okkur bara sem landslið geðsjúklinga frá Íslandi – sem við sannarlega erum,“ segir Bergþór.

Nánar er fjallað um ferðina í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins.

Forsíða Sunnudagsblaðs Morgunblaðsins.
Forsíða Sunnudagsblaðs Morgunblaðsins.
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert