Hálka á Norðurlandi

mbl.is/Jakob Fannar

Hálka er á Steingrímsfjarðarheiði og hálkublettir í Svínadal að sögn Vegagerðarinnar. Í Húnavatnssýslu eru hálkublettir en hálka eða hálkublettir á nokkrum vegum á Norður- og Norðausturlandi, einkum inn til landsins.

Vegagerðin vekur athygli á því að verið sé að byggja göngubrú milli Seláss og Norðlingaholts og því hafa verið settar upp hæðarslár á Breiðholtsbraut í báðar áttir sunnan hringtorgs við Rauðavatn.  Fyrst er komið að hliði með skynjurum sem setja af stað blikkljós og flautur á seinna hliðinu. Á seinna hliðinu eru slár yfir götuna í hæð 4,35 yfir malbiki. Hámarkshraði í gegnum vinnusvæði er 30 km/klst. Hægt er að aka hjáleið um Suðurlandsveg og Norðlingabraut.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert