Þríréttuð sælkeramáltíð Ylfu

Ylfa Helgadóttir, einn af eigendum veitingastaðarins Kopars, bauð heim í þríréttaða máltíð þar sem lax, lambakjöt og hvítt súkkulaði voru í aðalhlutverki.

„Það er svolítil áskorun að útbúa risotto og svo finnst mér fátt betra en vel steiktur lax sem er bleikur í miðjunni svo það varð úr að ég útbjó það sem forrétt. Í aðalrétt var lambakjöt og þegar maður er með þungan mat á maður það til að missa sig í meðlætinu sem er óþarfi. Maður sér fyrir sér að hafa þetta og hitt en endar uppi með að allir fá sér hálfa teskeið af hverju og einu og þetta dagar uppi í ísskápnum. Þetta er því mjög einfaldur aðalréttur. Það er helst forrétturinn sem er kannski flókinn en aðal- og eftirrétturinn eru það alls ekki,“ segir Ylfa.

Uppskriftirnar má nálgast í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins sem kemur út um helgina.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert