Arftakinn ákveðinn kl. 13?

Alþingishúsið
Alþingishúsið mbl.is/Ómar

Þingflokksfundur Sjálfstæðisflokksins fer fram klukkan 13. í Alþingishúsinu í dag en sam­kvæmt heim­ild­um Morg­un­blaðsins stendur til að ákveða þar hver verður arftaki Hönnu Birnu Kristjáns­dótt­ur á stól inn­an­rík­is­ráðherra.

Í gærkvöldi voru taldar mestar líkur á því að Bjarni Bene­dikts­son gerði til­lögu um að Ein­ar Krist­inn Guðfinns­son, for­seti Alþing­is, tæki við embætt­inu. Afstaða Einars er þó enn óljós. Þing­menn­irn­ir Birg­ir Ármanns­son og Ragn­heiður Rík­h­arðsdótt­ir, formaður þing­flokks­ins, eru einnig orðuð við embættið.

Aðrir þingmenn Sjálfstæðisflokksins sem gjaldgengir eru til embættisins eru Ásmundur Friðriksson, Brynjar Níelsson, Elín Hirst, Guðlaugur Þór Þórðarson, Haraldur Benediktsson, Jón Gunnarsson, Pétur H. Blöndal, Unnur Brá Konráðsdóttir, Valgerður Gunnarsdóttir, Vilhjálmur Árnason og Vilhjálmur Bjarnason.

Einna líklegast þykir að Bjarni Benediktsson leggi til að Einar …
Einna líklegast þykir að Bjarni Benediktsson leggi til að Einar K. Guðfinnsson taki við innanríkisráðuneytinu. Ljósmynd/ Bragi Þór Jósefsson
Birgir Ármannsson hefur verið orðaður við embættið.
Birgir Ármannsson hefur verið orðaður við embættið. mbl.i/Eggert Jóhannesson
Ragnheiður Ríkharðsdóttir þykir einnig líkleg til að setjast í ráðherrastól.
Ragnheiður Ríkharðsdóttir þykir einnig líkleg til að setjast í ráðherrastól. mbl.is/Golli
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert