Búa þarf til skattalega hvata til nýsköpunarverkefna

Frá Vestmannaeyjum.
Frá Vestmannaeyjum. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Skattaumhverfi á Íslandi leiðir til þess að sjávarútvegsfyrirtæki geta ekki staðið straum af kostnaði við nýsköpun, sem er forsenda aukinnar verðmætasköpunar, að sögn Elliða Vignissonar, bæjarstjóra í Vestmannaeyjum.

Hann segir í Morgunblaðinu í dag, að þessu megi breyta með því að veita skattalega hvata til nýsköpunarverkefna í stað þess að ríkið hækki skatta og skili þeim til baka í formi styrkja til veikra byggða.

Hagræðingarkrafa í sjávarútvegi hafi leitt til fækkunar starfa í sjávarútvegi og umhugsunarvert sé að sú skuli vera raunin í bæjarfélagi eins og Vestmannaeyjum, sem hafi 13% aflaheimilda á sama tíma og einungis 1,2% þjóðarinnar búi þar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert