Búnaður frá Sensa lífgar upp á verslanir Bang & Olufsen

Búnaður frá Sensa er brúkaður í verslun Bang & Olufsen …
Búnaður frá Sensa er brúkaður í verslun Bang & Olufsen í Kína.

Íslenska upplýsingatæknifyrirtækið Sensa hefur í tvö ár unnið að verkefni fyrir danska raftækjarisann Bang & Olufsen. Sensa hefur smíðað stýrieiningu sem „talar við“ öll tæki í versluninni og tengir við netið.

Viðskiptavinir geta svo, t.d. í gegnum nettengdan snjallsíma, stjórnað sjónvörpunum og hljómflutningstækjunum þegar þeir skoða sig um í búðinni.

Búnaðurinn er skalanlegur fyrir verslanir af ólíkum stærðum og er þegar í notkun í fjölda verslana allt frá Bandaríkjunum til Kína, að því er fram kemur í umfjöllun um starfsemi Sensa í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert