Pawel er fundinn

mbl.is/Eggert

Arkadiusz Pawel Maciag maðurinn sem leitað hefur verið að í nótt og í morgun er fundinn.

Hann fannst nærri Reykjanesbæ, fyrir utan girðinguna við flugvöllinn. Sjúkraflutningamenn eru nú á leið á vettvang til að kanna ástand mannsins. 

Alls tóku 111 björgunarsveitarmenn þátt í leitinni. 

Ekkert samband hafði náðst við manninn frá kl. 3 í nótt. Gögn úr farsíma hans sýndu að hann væri á stöðugri hreyfingu. Aðstæður voru erfiðar til leitar, rigning, rok og myrkur.

Símasamband náðist af og til við manninn en hann gat ekki gefið greinargóðar upplýsingar um staðsetningu sína. 

Í frétt frá Slysa­varn­a­fé­lag­inu Lands­björg kom fram að manns­ins hafi verið saknað frá því síðdeg­is í gær. Pawel er út­lend­ing­ur og í heim­sókn hjá ætt­ingja hér á landi. Sá fór að ótt­ast um hann og kom á lög­reglu­stöðina í Kefla­vík og óskaði eft­ir aðstoð. 

Uppfært kl. 12.54

Ekki fást nánari upplýsingar um líðan mannsins. 

Fjölmenni leitar að Pawel

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert