Rætt um 11% skatt á mat

mbl.is/Þorkell Þorkelsson

Líkur voru taldar á því í gærkvöldi samkvæmt heimildum Morgunblaðsins að virðisaukaskattur á matvæli yrði látinn hækka í 11 prósent en ekki 12 eins og lagt er til í frumvarpi ríkisstjórnarinnar um breytingar á lögum um virðisaukaskatt.

Skatturinn er nú 7 prósent. Þannig vilja stjórnarliðar koma til móts við gagnrýni á frumvarpið frá stjórnarandstöðu, verkalýðshreyfingu og úr eigin röðum.

Niðurstaða málsins verður ljós í dag eða síðar í vikunni þegar Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra kynnir Alþingi tillögur ríkisstjórnarinnar um breytingar á virðisaukaskattsfrumvarpinu. Frosti Sigurjónsson, formaður efnahags- og viðskiptanefndar, staðfesti að nokkrar efnislegar breytingar yrðu gerðar á frumvarpinu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert