Rannsókn á kynferðisbroti ólokið

Brotaþoli og meintur gerandi voru yfirheyrð fyrr í þessum mánuði.
Brotaþoli og meintur gerandi voru yfirheyrð fyrr í þessum mánuði. Ljósmynd/Kristinn Freyr Jörundsson

Lögregla á Selfossi bíður enn eftir gögnum svo hægt sé að ljúka rannsókn á meintu kynferðisbroti gegn fatlaðri konu sem dvelur á Sólheimum. Vonast er til að rannsókn málsins ljúki á næstu dögum.

Eins og áður hefur komið fram á mbl.is barst ábending um meint kynferðisbrot fyrir tæpum tveimur mánuðum. Ábendingin barst ekki frá starfsmanni Sólheima. Maðurinn sem grunaður er um að hafa brotið gegn konunni er ekki starfsmaður staðarins og tengist honum heldur ekki.

Ekki hafa fengist upplýsingar hjá lögreglu hvort um eitt eða fleiri brot hafi verið að ræða. Þá er ekki vitað hvar meint brot á að hafa verið framið.

Brotaþoli og meintur gerandi voru yfirheyrð fyrr í þessum mánuði. 

Hafa yfirheyrt tvo vegna meints kynferðisbrots. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert