Rok og rigning

Það er rok og rigning á höfuðborgarsvæðinu.
Það er rok og rigning á höfuðborgarsvæðinu.

Rok og rigning eða slydda er á Suður- og Vesturlandi. Spáð er 15-23 m/s á svæðinu. Járnplata fauk af fjölbýlishúsi í Reykjanesbæ í nótt í rokinu. Vindur er mun hægari norðaustantil á landinu. 

Veðurstofan spáir suðlægri át,t 8-15 m/s með morgninum, víða rigningu eða slyddu en skúrir eða él verða á Suður- og Vesturlandi nálægt hádegi.

Léttir til fyrir norðan og austan þegar líður á kvöldið. Hiti yfirleitt 0 til 8 stig.

Greiðfært er á Suður- og Vesturlandi en óveður er á Fróðárheiði og á norðanverðu Snæfellsnesi. Á Vestfjörðum eru flestir vegir greiðfærir en hálkublettir eru á Steingrímsfjarðarheiði. Óveður er á Klettshálsi.

Hálka eða hálkublettir eru nokkuð víða í Eyjafirði og austur á Húsavík og einnig hálkublettir inn til landsins á Norðaustur- og Austurlandi. Greiðfært er með suðausturströndinni.

Veðurvefur mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert