30% matvæla fer í ruslið

Litríkt er það, ruslið á Álfsnesi þar sem úrgangur er ...
Litríkt er það, ruslið á Álfsnesi þar sem úrgangur er urðaður. Stórvirkar vinnuvélar moka vandlega yfir herlegheitin svo yfirborðið verði slétt og fellt. mbl.is/Rax

Innlendir sérfræðingar og þrír erlendir fyrirlesarar fluttu erindi um aðferðir í baráttunni gegn matarsóun á málþingi í Norræna húsinu í dag. Málþingið var á vegum Landverndar, Kvenfélagasambands Íslands og Vakanda og segir Sigríður Bylgja Sigurjónsdóttir hjá Landvernd, málþingið hafa verið fyrsta skrefið í að hefja umræðu um matarsóun fyrir alvöru hér á landi.

„Hér á Íslandi eru ekki til neinar tölur um matarsóun, það hefur aldrei verið ráðist í rannsóknir á þessu,“ segir Sigríður. „Ef við miðum við Norðurlöndin þá má gera ráð fyrir því að 30% af því sem við kaupum fari beint í ruslið.“ 

Sigríður segir að hingað til hafi skort samtal á Íslandi um matarsóun. „Við vorum með svo marga ólíka aðila á málþinginu, fólk úr nýsköpunargeiranum, heildsala, smásala, hið opinbera og fólk frá borginni og matvælastofnun. Það að við náðum öllu þessu fólki saman gerir okkur viss um að það sé að fara að skila einhverjum árangri. Þegar á hólminn er komið þá hefur ekki verið nein umræða en vonandi var þetta fyrsta skrefið.“

Vilja gera íslenska rannsókn

Sigríður tekur fram að hér sé ekki verið að mæla skrælt kartöfluhýði eða appelsínubörk heldur mat sem sjálfsagt væri að bera á borð fyrir fólk. Hún segir Landsvernd hafa sótt um styrk til að geta farið í grunnrannsókn á matarsóun í Reykjavík.

„Ef við fáum styrk til þess viljum við ráðast í stærri rannsókn og mæla matarsóun á Íslandi því það gengur auðvitað ekki upp að ætla að taka á vandamáli sem enginn veit hversu umfangsmikið er,“ segir Sigríður. „Við köllum eftir því að stjórnvöld hlusti á okkur og veiti styrk svo hægt sé að fara í mælingar á þessu.“

Matarsóun er umhverfismál

Sigríður segir flesta eflaust kannast við að fara svangir út í búð og kaupa meira en þeim vantaði eða skipuleggja búðarferðir illa. „Það endar á því að það fer allskonar óþarfi í körfuna og maður kemur kannski heim með eitthvað sem maður átti tvennt af fyrir,“segir hún.

Sigríður telur ljóst að Íslendingar hljóti að vilja vita hversu mikið af mat fer til spillis dags daglega enda sé raunin sú að flestir hendi mun meira magni af matvöru en þeir gera sér grein fyrir. Hún segir matarsóun hafa mikil áhrif á umhverfið og að þess vegna sé málefnið sérlega hugleikið Landvernd.

 „Þú ert ekki bara að henda mat, þú ert að henda auðlindum. Það er búið að eyða bæði landsvæði, orku, vatni, oft er maturinn búinn að ferðast langar vegalengdir og það gerir þetta að umhverfislegu vandamáli. Þetta er líka félagslegt vandamál því að á meðan að margir svelta er fullt af mat hent og víða erlendis er þrælavinna í gangi við að búa til matinn okkar til að við getum fengið hann sem ódýrastan. Í þriðja lagi er vandamálið fjárhagslegt því við erum að henda því sem við erum búin að kaupa og það snertir að sjálfsögðu budduna okkar.“

mbl.is/Eggert
mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Veðurviðvaranir enn í fullu gildi

07:19 Veðurstofan vekur athygli á því að viðvaranir eru í gildi víða um land fram eftir degi og austantil fram á laugardag. Útlit er fyrir norðanhvassviðri eða –stormi, næsta sólarhring með snjókomu eða éljagangi á norðan- og austanverðu landinu, roki eða jafn vel ofsaveðri suðaustantil. Meira »

„Kolófært og slæmt skyggni“

07:05 Björgunarsveitir voru ræstar út á sjöunda tímanum í morgun til að aðstoða bíl sem er fastur í nágrenni Þelamerkur í Hörgársveit. Að sögn lögreglunnar á Akureyri er kolófært og slæmt skyggni í Hörgársveit. Meira »

Bauð 676 milljónir í lóð á Kirkjusandi

06:32 Húsvirki hf. átti hæsta tilboðið í byggingarétt og kaup á íbúðum á lóðinni nr. 1 við Hallgerðargötu á Kirkjusandi. Fyrirtækið bauð 676 milljónir króna. Umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar stóð að útboðinu og voru tilboð opnuð í gærmorgun. Meira »

Verbúðirnar verði friðaðar

06:28 Stjórn Faxaflóahafna hefur samþykkt að fela hafnarstjóra að leggja fram tillögu á næsta fundi stjórnar hvernig standa megi að friðun verbúðanna við Geirsgötu þar sem miðað verði við friðun á þeim reit sem húsin standa á eða ytra útliti húsanna. Meira »

Ekki ætti að kjósa um viðhaldsverkefni

06:24 „Ég tel að halda eigi áfram með þetta, en leita allra leiða til að virkja borgarbúa enn frekar til þátttöku,“ segir Halldór Halldórsson, oddviti sjálfstæðismanna í borgarstjórn Reykjavíkur, um íbúalýðræðisverkefnið „Hverfið mitt“ sem Reykjavíkurborg stóð fyrir á netinu. Meira »

Hlutfall einstaklinga í íbúðarkaupum eykst

06:18 Hlutfall einstaklinga í kaupum á íbúðarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu hefur farið hækkandi á síðustu misserum. Það var 93,6% á 3. ársfjórðungi í ár sem er hæsta hlutfallið síðan á 2. fjórðungi 2012. Meira »

Fékk skilorði í kannabissúkkulaðimálinu

06:09 „Ég er ekkert ósátt við dóminn, að sjálfsögðu ber ég ábyrgð á mínum gjörðum eins og annað fullorðið fólk,“ segir Málfríður Þorleifsdóttir, íslensk kona búsett í Danmörku sem í gær var dæmd í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir aðild sína að „kannabissúkkulaðimálinu“. Meira »

Íhuga mál gegn borginni

06:12 Borgarráð Reykjavíkur samþykkti í gær deiliskipulagstillögu um Landsímareit við Austurvöll sem heimilar hótelbyggingu á reitnum. Málið fer til fullnaðarafgreiðslu á borgarstjórnarfundi 5. desember. Meira »

Greiddu offituaðgerð

06:06 Dæmi eru um að stéttarfélög hafi tekið þátt í kostnaði félagsmanna sinna við offituaðgerðir sem gerðar eru á einkareknum stofum. Verkfræðingafélag Íslands hefur greitt 2/3 af kostnaði tveggja félagsmanna við slíkar aðgerðir og fleiri stéttarfélög fá beiðnir um slíkt. Meira »

Styttist í nýja ríkisstjórn

05:30 „Við teljum að við séum að nálgast það að við getum lent þessu máli,“ segir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, í samtali við mbl.is í gær. Meira »

Símtal Davíðs og Geirs rætt

05:30 Bankaráð Seðlabanka Íslands kom saman til fundar í gær til að ræða birtingu Morgunblaðsins á símtali Davíðs Oddssonar, þáverandi bankastjóra Seðlabankans, og Geirs Haarde, þáverandi forsætisráðherra, frá 6. október 2008. Meira »

Rafmagnslaust fyrir austan

Í gær, 23:44 Rafmagnslaust er á Egilsstöðum og Héraði. Að sögn fréttaritara mbl.is á Egilsstöðum er þar allt svart. Einu ljósin sem sjást eru frá flugvellinum og sjúkrahúsinu en gera má ráð fyrir að í þeim tilvikum sé keyrt á varaafli. Meira »

Kaup og viðgerðir kosta 7.516 milljónir

Í gær, 23:09 Það mun kosta Orkuveitu Reykjavíkur 7.516 milljónir króna, sjö og hálfan milljarð, að kaupa og lagfæra höfuðstöðvar félagsins. Þetta kemur fram í minnisblaði fjármálstjóra Reykjavíkurborgar sem lagt var fyrir borgarráð í dag. Meira »

Norðanhvassviðri og éljagangur

Í gær, 21:11 Veðurstofan vekur athygli á því að appelsínugul og gul viðvörun er í gildi víða um land og gilda þær fram eftir föstudegi. Snjókoma eða slydda er á norðanverðu landinu og er vegum víða um land lokað vegna slæmrar færðar og veðurs. Meira »

„Búið að vera gaman allan tímann“

Í gær, 20:30 Söngleikurinn Móglí verður frumsýndur í Borgarnesi á morgun í tilefni af 50 ára afmæli Tónlistarskóla Borgarfjarðar. Um 50 börn og fullorðnir sem hafa æft síðan í ágúst taka þátt í sýningunni. Halldóra Rósa Björnsdóttir leikkona leikstýrir verkinu. Meira »

Nokkrir bílar út af við Bólstaðarhlíð

Í gær, 21:50 Flutningabifreið með tengivagn valt út af veginum í Bólstaðarhlíðarbrekku nú í kvöld. Ökumanninn sakar ekki, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. Í það minnsta tveir aðrir bílar hafa farið út af veginum í brekkunni og þar eru fleiri bílar í vandræðum. Meira »

„Hvenær missir forsetinn þolinmæðina?“

Í gær, 20:45 Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, veltir því fyrir sér á Facebook-síðu sinni í dag hvers vegna fulltrúar flokkanna sem hafa tekið þátt í báðum stjórnarmyndunarviðræðum eftir kosningar gefi sér mun lengri tíma núna en þegar stjórnarandstöðuflokkarnir fengu umboðið. Meira »

Ítölsk hjartahlýja við Laugaveg

Í gær, 19:59 Á bakka í glerborði liggja bústnar og ávalar kryddpylsur. Þær fá félagsskap af handlöguðu pasta sem er sérinnflutt frá Ítalíu og vel þroskuðum osti sem er kominn langt fram á leikskólaaldur. Meira »

Mátturinn eða dýrðin - Greinaflokkur

NOTAÐ&NÝTT
NOTAÐ&NÝTT er ný verslun á Skemmuvegi 6 á bak við Byko. Mikið úrval af fallegum ...
Toyota yaris 2006
Erum að selja þennan bíl a 650,000. Ef þið viljið tala um bílin betur hringjið í...
 
Almennt útboð mobile first
Tilboð - útboð
Almennt útboð MOBILE FIR...
L helgafell 6017112219 iv/v
Félagsstarf
? HELGAFELL 6017112219 HogV IV/V M...
L edda 6017112119 i h&v
Félagsstarf
? EDDA 6017112119 I H&V; Mynd af augl...
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristniboðs- salnum. R...