30% matvæla fer í ruslið

Litríkt er það, ruslið á Álfsnesi þar sem úrgangur er ...
Litríkt er það, ruslið á Álfsnesi þar sem úrgangur er urðaður. Stórvirkar vinnuvélar moka vandlega yfir herlegheitin svo yfirborðið verði slétt og fellt. mbl.is/Rax

Innlendir sérfræðingar og þrír erlendir fyrirlesarar fluttu erindi um aðferðir í baráttunni gegn matarsóun á málþingi í Norræna húsinu í dag. Málþingið var á vegum Landverndar, Kvenfélagasambands Íslands og Vakanda og segir Sigríður Bylgja Sigurjónsdóttir hjá Landvernd, málþingið hafa verið fyrsta skrefið í að hefja umræðu um matarsóun fyrir alvöru hér á landi.

„Hér á Íslandi eru ekki til neinar tölur um matarsóun, það hefur aldrei verið ráðist í rannsóknir á þessu,“ segir Sigríður. „Ef við miðum við Norðurlöndin þá má gera ráð fyrir því að 30% af því sem við kaupum fari beint í ruslið.“ 

Sigríður segir að hingað til hafi skort samtal á Íslandi um matarsóun. „Við vorum með svo marga ólíka aðila á málþinginu, fólk úr nýsköpunargeiranum, heildsala, smásala, hið opinbera og fólk frá borginni og matvælastofnun. Það að við náðum öllu þessu fólki saman gerir okkur viss um að það sé að fara að skila einhverjum árangri. Þegar á hólminn er komið þá hefur ekki verið nein umræða en vonandi var þetta fyrsta skrefið.“

Vilja gera íslenska rannsókn

Sigríður tekur fram að hér sé ekki verið að mæla skrælt kartöfluhýði eða appelsínubörk heldur mat sem sjálfsagt væri að bera á borð fyrir fólk. Hún segir Landsvernd hafa sótt um styrk til að geta farið í grunnrannsókn á matarsóun í Reykjavík.

„Ef við fáum styrk til þess viljum við ráðast í stærri rannsókn og mæla matarsóun á Íslandi því það gengur auðvitað ekki upp að ætla að taka á vandamáli sem enginn veit hversu umfangsmikið er,“ segir Sigríður. „Við köllum eftir því að stjórnvöld hlusti á okkur og veiti styrk svo hægt sé að fara í mælingar á þessu.“

Matarsóun er umhverfismál

Sigríður segir flesta eflaust kannast við að fara svangir út í búð og kaupa meira en þeim vantaði eða skipuleggja búðarferðir illa. „Það endar á því að það fer allskonar óþarfi í körfuna og maður kemur kannski heim með eitthvað sem maður átti tvennt af fyrir,“segir hún.

Sigríður telur ljóst að Íslendingar hljóti að vilja vita hversu mikið af mat fer til spillis dags daglega enda sé raunin sú að flestir hendi mun meira magni af matvöru en þeir gera sér grein fyrir. Hún segir matarsóun hafa mikil áhrif á umhverfið og að þess vegna sé málefnið sérlega hugleikið Landvernd.

 „Þú ert ekki bara að henda mat, þú ert að henda auðlindum. Það er búið að eyða bæði landsvæði, orku, vatni, oft er maturinn búinn að ferðast langar vegalengdir og það gerir þetta að umhverfislegu vandamáli. Þetta er líka félagslegt vandamál því að á meðan að margir svelta er fullt af mat hent og víða erlendis er þrælavinna í gangi við að búa til matinn okkar til að við getum fengið hann sem ódýrastan. Í þriðja lagi er vandamálið fjárhagslegt því við erum að henda því sem við erum búin að kaupa og það snertir að sjálfsögðu budduna okkar.“

mbl.is/Eggert
mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Tunguliprir sölumenn teknir höndum

19:46 Tveir sölumenn voru handteknir á höfuðborgarsvæðinu í fyrradag, en lögreglan varaði við þeim í byrjun vikunnar vegna grunsemda um fjársvik. Meira »

Makríll veiðist fyrir austan og vestan

19:37 Vikingur AK er væntanlegur til Vopnafjarðar seint í kvöld með rétt tæplega 600 tonn af makríl sem fengust í veiðiferð á miðunum úti af Suðausturlandi. Meira »

Lést eftir vinnuslys í Keflavík

19:05 Maðurinn sem varð fyrir slysi við vinnu sína í Plast­gerð Suður­nesja í dag hefur verið úrskurðaður látinn. Þetta staðfestir lög­regl­an á Suður­nesj­um í sam­tali við mbl.is. Meira »

Keppt í þriggja daga fjallahjólreiðum

18:54 Fjallahjólakeppnin Glacier 360 fer fram í annað sinn á Íslandi dagana 11.-13. ágúst en hjólað er umhverfis Langjökul á þremur dögum. Eingöngu er keppt í pörum og er þetta eina fjöldaga fjallahjólakeppnin á Íslandi. Meira »

Hverfandi líkur á að finna Begades

18:10 Tíu björgunarsveitarmenn leituðu að Nika Begades í Hvítá í dag. Drónar hafa verið nýttir við leitina og þá eru net sem búið er að koma fyrir í ánni vöktuð. Eftir því sem lengra líður frá því að Begades féll í ána við Gullfoss minnka líkurnar á að hann finnist að sögn yfirlögregluþjóns á Suðurlandi. Meira »

Brasilíumaðurinn í gæsluvarðhald

17:24 Hæstiréttur staðfesti í dag úrskurð Héraðsdóms Reykjaness um að bras­il­ískur karl­maður, sem hefur verið dæmdur í þriggja og hálfs árs fang­elsi fyr­ir stór­fellt fíkni­efna­laga­brot, sæti gæsluvarðhaldi á meðan áfrýjunarfrestur varir og mál hans sætir meðferð fyrir Hæstarétti. Meira »

Misþyrming á lambi kærð til lögreglu

16:26 Matvælastofnun hefur kært til lögreglu dráp á lambi sem ferðamenn skáru á háls í Breiðdal fyrr í þessum mánuði. Fram kemur í krufningarskýrslu að lambið hlaut mikla áverka áður en það var aflífað. Meira »

Maður grunaður um íkveikju hjá Vogi

17:05 Lögreglan leitar að manni sem er grunaður um að hafa kveikt í bif­reið hjá Vogi nærri Stór­höfða í dag. Ekki er enn vitað með hvaða hætti maðurinn kveikti í bílnum. Meira »

Verslunarhúsnæði rís við Akrabraut

16:15 Við Akrabraut 1 í Garðabæ eru hafnar framkvæmdir á lóð þar sem um 1.400 fermetra verslunarhúsnæði rís. Íbúi í nágrenninu er ekki sáttur við framkvæmdirnar sem hann segir að ekki hafi verið greint frá í kynningarefni á aðalskipulagi ársins 2016 - 2030 í vor. Meira »

Ný spá um orkunotkun til ársins 2050

16:11 Orkustofnun hefur gefið út raforkuspá sem fjallar um raforkunotkun fram til ársins 2050. Skýrslan er endurunnin úr síðustu raforkuspá frá árinu 2015 á vegum Orkuspárnefndar út frá nýjum gögnum og breyttum forsendum. Meira »

Skoða neyðarloku hjá Hörpu í haust

15:10 Skoðað verður í haust hvort opnunarbúnaður neyðarloku skólp­dælu­stöðvarinnar hjá Hörpu sé gerður úr sama efni og gallaður búnaður lokunnar hjá dælu­stöðinni við Faxaskjól. Þær voru settar niður á svipuðum tíma, árin 2014 og 2015 þegar skipt var um á báðum stöðum. Meira »

Varðhald framlengt um fjórar vikur

15:10 Maðurinn sem grunaður er um að hafa orðið Arn­ari Jóns­syni Asp­ar að bana 7. júní síðastliðinn var úrskurðaður í áframhaldandi fjögurra vikna gæsluvarðhald í Héraðsdómi í morgun. Þetta staðfestir Grímur Grímsson aðstoðar­yf­ir­lög­regluþjónn. Meira »

Eldur kom tvisvar upp í sama bílnum

15:04 Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað að bifreið hjá Vogi nærri Stórhöfða í dag eftir að eldur kom þar upp. Þegar slökkviliðið hafði slökkt eldinn barst útkall vegna elds í álverinu í Straumsvík og fór slökkvibíllinn í útkallið þar sem slökkviliðsmenn töldu sig hafa slökkt eldinn í bifreiðinni. Meira »

„Viljugur til verka og hörkuduglegur“

14:50 „Hann hefur lagt sig 110% fram í vinnu,“ segir Kristinn Pálsson, vinnuveitandi nígeríska hælisleitandans Sunday, í samtali við mbl.is. Sunday, eiginkonu hans Joy og átta ára gamalli dóttur þeirra, Mary, verður vísað úr landi en þau sóttu um hæli hér á landi og dval­ar­leyfi af mannúðarástæðum. Meira »

Alvarlegt vinnuslys í Keflavík

13:32 Alvarlegt vinnuslys varð í Plastgerð Suðurnesja um hádegið. Maður klemmdist illa í vinnuvél og hefur verið fluttur á slysadeild Landspítalans til aðhlynningar. Þetta staðfesti lögreglan á Suðurnesjum í samtali við mbl.is. Meira »

Skammhlaup í rafstreng í Straumsvík

14:56 Allt slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út í álverið í Straumsvík á þriðja tímanum í dag eftir að skammhlaup varð í rafstreng sem liggur frá tölvuhúsi í skrifstofuhús. Þegar fyrsti bíll mætti á vettvang var stærsta hluta slökkviliðs snúið við en tveir bílar fóru á vettvang. Meira »

Baráttan við bjarnarklóna

14:30 Vinnuhópur á vegum Reykjavíkur vinnur að því að hreinsa bjarnarkló í Laugarnesi. Plöntunni hefur fjölgað mikið síðustu ár og finnst einna helst í einkagörðum. Ef safi úr plöntunni kemst í tæri við húð getur hann valdið slæmum blöðrum og brunasárum. Meira »

Björgunarsveitarmenn í háska í Hvítá

13:21 Þrír björgunarsveitarmenn lentu í háska við Bræðratungubrú í Hvítá í dag eftir að bátur þeirra varð vélarvana. Hending réð því að aðrir nærstaddir björgunarsveitarmenn athuguðu með hópinn og sáu þá þrjá björgunarsveitarmenn fasta við net undir Bræðratungubrú. Meira »
SómaJulla
Sóma Julla, Selva mótor 60hp, dýptarmælir, GPS, 2 rafgeymar, rafmagnsdæla, handd...
Skrifstofuhúsnæði Bolholti 4
Til leigu er skrifstofurými, alls um 110 fermetrar, í austurenda á 5. og efstu ...
Yamaha Virago
Til sölu Yamaha Virago xv700 árg.84. Gamal og góður hippi í ágætu standi. Verð k...
EIGUM ALLSKONAR STIGA Á LAGER
Sjá: http://www.sogem-stairs.com/stairs/ladders/cottage Sími 848 3215 _ Svörum ...
 
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Smíðar/útskurður m./leiðb. kl...
Aðalfundur
Fundir - mannfagnaðir
AÐALFUNDUR Aðalfundur Ísfélags Vestmann...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Opin smíðastofa kl. 9-16. Sun...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...