70 skjálftar á sólarhring

Um 70 jarðskjálftar hafa mælst í Bárðarbungu frá því kl. 10 í gærmorgun. Skjálftavirknin er svipuð og hún var í gær, en mesta virknin hefur mælst í norðurhluta öskjunnar. Alls hafa 11 mælst í norðanverðum kvikuganginum undir Dyngjujökli.

Stærsti skjálftinn sem hefur mælst á þessu tímabili var 3,8 að stærð. Að minnsta kosti 8 aðrir skjálftar hafa verið þrír eða stærri, að því er kemur fram í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands.

Heilt yfir litið hefur heldur dregið úr skjálftavirkninni á undanförnum dögum. Þetta hefur gerst nokkrum sinnum frá því eldgos hófst í Holuhrauni. 



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert