Alvarlegt ástand sjófugla

Mynd tekin með 20 ára millibili af einu talningarsniði í …
Mynd tekin með 20 ára millibili af einu talningarsniði í Skoruvíkurbjargi. Ljósmynd vinstra megin tekin sumarið 1994 og myndin hægra megin 30. júní 2014. Í bjarginu hefur svartfuglum fækkað um rúm 70% og ritu um 81%. Ljósmyndir/Arnþór Garðarsson og Aðalsteinn Ö. Snæþórsson

Talning í Skoruvíkurbjargi á Langanesi, sem Náttúrustofa Norðausturlands framkvæmdi í sumar, bendir til 42% fækkunar stuttnefju frá síðasta ári.

Hefur stuttnefju nú fækkað um 82% í Skoruvíkurbjargi á tímabilinu frá 1986 fram til ársins 2014. Haldi þessi þróun áfram bendir Náttúrustofa Norðausturlands á að stuttnefjur hverfi úr Skoruvíkurbjargi eftir um það bil fimm ár.

Á Vesturlandi er staðan orðin þannig að haldi þessi þróun áfram er líklegt að sjófuglarnir hverfi með öllu innan fárra áratuga með tilheyrandi tjóni fyrir lífríki og náttúru Vesturlands, að því er fram kemur í fréttaskýringu í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert