Fjölbreytt hönnun hlaut styrki

Frá úthlutun styrkjanna.
Frá úthlutun styrkjanna.

Úthlutað var úr Hönnunarsjóði Auroru í dag en það var í 12. sinn sem það er gert. Sjóðnum bárust 50 umsóknir að þessu sinni úr öllum greinum hönnunar en markmið hans er að efla framgang og gildi góðrar hönnunar. Samtals hluti sjö verkefni styrki.

Hildur Yeoman fatahönnuður hlaut 2 milljóna króna styrk til víðtækrar vöruþróunar og uppbyggingar eigin vörumerkis. Þar hefur hún ásamt samstarfsfólki sínu unnið á nýstárlegan hátt með flóru Íslands, bæði á huglægan og fagurfræðilegan hátt.

Or Type leturútgáfa fékk 1,5 milljónar króna styrk til vöruþróunar og markaðssetningar á Or Type, sem er fyrsta og eina sérhæfða leturútgáfa Íslands. RóRó hlaut sömu upphæð í styrk til hönnunar umbúða og kynningarefnis og þátttöku í vörusýningum erlendis. Brúðan Lúlla er þeim eiginleikum gædd að hún hefur bæði hjartsláttar og öndunarhljóð.

JÖR fékk 1,5 milljónar króna styrk til hönnunar haustlínu fyrirtækisins fyrir árið 2015 og til kynningar og markaðssetningar vörumerkisins erlendis. Katla Maríudóttir hlaut 500 þúsund króna styrk til að aðlaga og raungera áhugavert mastersverkefni sitt sem hún kallar Jarðnæði. Fatahönnunarfyrirtækið Kron by kronkron fékk eina milljón króna í styrk.

Þá hlaut nýstofnað tímarit um hönnun og arkitektúr sem er samstarfsverkefni hönnunarfélaganna sem eiga og reka Hönnunarmiðstöð Íslands 800 þúsund krónur í styrk.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert