Hafa kært tvo lögregluþjóna

Lögreglustöðin á Ísafirði.
Lögreglustöðin á Ísafirði. mynd/bb.is

Tveir karlmenn hafa kært tvo starfsmenn lögreglunnar á Ísafirði til ríkissaksóknara vegna ætlaðrar líkamsárásar, húsbrots og hótana. Um er að ræða starfsmenn sem tóku þátt í handtöku á karlmanni í heimahúsi í bænum aðfaranótt mánudagins 17. nóvember sl. 

Ríkissaksóknari staðfestir þetta í skriflegu svari til mbl.is. 

Í yfirlýsingu frá lögreglu vegna málsins kom fram að lögregla hefði verið kölluð í heimahús þar sem maður var í sjálfsvígshugleiðingum. Á maðurinn að hafa hótað lögreglumönnunum með hnífi og vegna ógnandi tilburða hans hafi lögregla neyðst til að vopnabúast. 

Boðað hefur verið til mótmæla vegna handtökunnar fyrir utan lögreglustöðin á Ísafirði á föstudaginn. Á síðu viðburðarins kemur fram að maðurinn, sem beinbrotnaði við handtökuna, hafi aðeins fengið gifs til bráðabirgða en engin verkjalyf. Hafi hann síðan þurft að sitja í fimm klukkustundir í fangaklefa áður en honum var sleppt. 

„Hegðun hans var óboðleg“

Boðað til mótmæla á Ísafirði

Hótaði lögreglumönnum með hnífi

Þurftu að grípa til vopna

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert