Hálkublettir víða

Svona er umhorfs á Hellisheiði að því er sjá má …
Svona er umhorfs á Hellisheiði að því er sjá má í vefmyndavél Vegagerðarinnar. Þar eru hálkublettir. mynd/Vegagerðin

Hálkublettir eru á Hellisheiði, Þrengslum og á Mosfellsheiði að sögn Vegagerðarinnar. Þá eru einnig hálkublettir víða um landið norðanvert.

Á Vestfjörðum er hálka á Steingrímsfjarðarheiði, Mikladal og á Hálfdán eins er hálka á  Fjarðarheiði og á Möðrudalsöræfum. Snjóþekja og skafrenningur er á Hrafnseyrarheiði, snjóþekja og éljagangur er á Dynjandisheiði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert