Leiðréttingin eykur bílasölu

Bílasala hefur aukist á árinu.
Bílasala hefur aukist á árinu. mbl.is/afp

Marktækur munur er á sölu nýrra bíla til einstaklinga fyrir og eftir að niðurstöður skuldaleiðréttingar ríkisstjórnarinnar voru kynntar mánudaginn 10. nóvember, fyrsta virka daginn í 46. viku ársins.

Þetta er mat Egils Jóhannssonar, forstjóra Brimborgar, sem vísar til sölutalna máli sínu til stuðnings. Sala nýrra bíla í vikum 46 og 47 hafi þannig verið rúmlega 86% meiri en sömu vikur í fyrra. Til samanburðar hafi sala nýrra bíla aukist um 18% frá ársbyrjun til og með viku 47.

„Vöxtinn í sölu nýrra bíla til einstaklinga undanfarnar 16 vikur má rekja til bætts efnahagsumhverfis, sterkari krónu, aukins kaupmáttar og meiri bjartsýni einstaklinga. Þá er almennt komin mikil þörf á endurnýjun bílaflotans. Vöxturinn breyttist síðan í samdrátt vikurnar tvær fyrir leiðréttingu,“ segir Egill í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Benedikt Eyjólfsson, eigandi Bílabúðar Benna, bendir aðspurður á að það taki tíma að afgreiða nýja bíla. Því beri að forðast að draga of miklar ályktanir af sölu nýrra bíla í vikum 46 og 47. Sala nýrra bíla til almennings hafi aukist um tæp 20% í ár.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert