Munu loks ná að funda

Próf hundruða, ef ekki þúsunda nemenda, munu falla niður ef …
Próf hundruða, ef ekki þúsunda nemenda, munu falla niður ef kemur til verkfallsins. Ernir Eyjólfsson

Félag prófessora við ríkisháskóla og samninganefnd ríkisins munu funda í dag klukkan þrjú. Fundinum hefur verið frestað í tvígang, á föstudag og í gær, en Rúnar Vilhjálmsson, formaður FPR segist vongóður um að hann skili einhverjum árangri.

„Ég trúi því að hægt sé að taka markviss skref fram á við á þessum fundi svo hægt sé að ganga frá samningum áður en kemur til verkfalls,“ segir Rúnar. „Við munum reyna að sitja þennan fund þar til eitthvað kemur út úr honum.“

Ef ekki nást samn­ing­ar hefst verk­fall pró­fess­ora við Há­skóla Íslands 1. des­em­ber og stend­ur til 15. des­em­ber. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert