Rigning á höfuðborgarsvæðinu í dag

Ferðamenn í rigningu í Reykjavík.
Ferðamenn í rigningu í Reykjavík. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Spáð suðaustan 10-18 m/s og rigningu, en úrkomulitlu norðaustantil á landinu. Snýst í sunnan 8-15 m/s í dag, en 13-18 um landið norðvestanvert. Skúrir eða haglél, en bjartviðri norðaustanlands. Hiti verður 1 til 8 stig þegar kemur fram á daginn, hlýjast á Austurlandi. 

Hálkublettir eru nokkuð víða á norðanverðu landinu. Hálka er á Steingrímsfjarðarheiði og á Fjarðarheiði. Krapasnjór er á Hálfdáni og Mikladal.

Á höfuðborgarsvæðinu í dag er spáð suðaustan 10-18 m/s og rigningu. Hiti verður 3 til 7 stig. Sunnan 8-13 m/s með morgninum og skúrir eða haglél. Hiti 1 til 6 stig.

Á morgun, miðvikudag er veðurspáin þessi:
Suðlæg átt 5-13 m/s og dálítil él eða skúrir, en bjartviðri á Norður- og Austurlandi. Hægari seinnipartinn. Frost víða 0 til 5 stig, en frostlaust við suður- og vesturströndina.

Á fimmtudag:
Suðaustan og austan 3-8 m/s og víða bjart veður, en 8-13 með suðurströndinni og dálítil slydda eða rigning. Frost 0 til 7 stig, mest í innsveitum fyrir norðan, en hiti rétt yfir frostmarki syðst.

Á föstudag:
Suðaustan 10-18 m/s, hvassast um landiðvestanvert. Rigning, en úrkomulítið á Norður- og Austurlandi. Hiti 3 til 8 stig. Suðvestlægari vestast um kvöldið með skúrum eða éljum og kólnar þar í bili.

Á laugardag:
Ákveðin suðlæg átt og rigning eða slydda, mest á sunnanverðu landinu. Hiti 1 til 6 stig.

Á sunnudag og mánudag:
Suðvestan strekkingur og él, en bjart á austurhelmingi landsins. Hiti um og síðar undir frostmarki.

Veðurvefur mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert