Semja um makrílkvóta

Makríllinn er á tíðum nánast uppi í flæðarmáli.
Makríllinn er á tíðum nánast uppi í flæðarmáli. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Evrópusambandið, Noregur og Færeyjar hafa samið sín á milli um skiptingu makrílkvóta á næsta ári. Þar er miðað við að heildaraflinn verði 1.054 þúsund tonn og skipta þjóðirnar á milli sín um 890 þúsund tonnum.

Eftir eru skilin 15,6% eða 164.424 tonn fyrir aðra, þ.e. Íslendinga, Grænlendinga og Rússa, sem eru utan samkomulags um veiðarnar. Afli Íslendinga einna í ár var lítið eitt lægri en það sem skilið er eftir fyrir þjóðirnar þrjár á næsta ári.

Væntanlega munu Íslendingar, Grænlendingar og Rússar hverjir fyrir sig tilkynna á næstu mánuðum um aflamark viðkomandi þjóða. Á þessu ári ákvað Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegsráðherra að miða við að hlutur Íslands yrði 16,6% af ráðgjöf Alþjóðahafrannsóknaráðsins, ICES, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert