Sjá kosti við verðmerkingar Kosts

Hrósið fær Kostur fyrir verðmerkingar á forpökkuðum matvörur.
Hrósið fær Kostur fyrir verðmerkingar á forpökkuðum matvörur. Ljósmynd/Neytendasamtökin

Neytendasamtökin telja ástæðu til að vekja sérstaklega athygli á því að matvöruverslunin Kostur í Kópavogi sjái sóma sinn í því að verðmerkja forpakkaðar matvörur sem ekki eru í staðlaðri þyngd. Það er í samræmi við áherslur Neytendasamtakanna fyrir árin 2014-2016.

Í frétt á vef samtakanna er vísað í umræddar áherslur en í þeim segir: „Eftir að bann við forverðmerkingum tók gildi er kjöt, og fleiri vörur í óstöðluðum umbúðum, almennt ekki verðmerkt í verslunum nema með kílóverði. Neytendur þurfa því að nýta skanna til að sjá endanlegt verð. Talsverð óánægja hefur verið vegna þessa meðal neytenda. Neytendasamtökin gera þá kröfu að verslanir verðmerki sjálfar eins og almennt tíðkast í Evrópulöndum.“

Sökum þess vekja samtökin athygli á verðmerkingum í Kosti. „Matvöruverslunin Kostur er ein af þeim en þar eru forpakkaðar matvörur sem ekki eru í staðlaðri þyngd einfaldlega merktar með verði og kílóverði. Neytendasamtökin vilja gjarnan fá ábendingar ef fleiri verslanir hafa farið þessa leið og samtökin hvetja stóru matvöruverslanirnar að kynna sér verklagið hjá Kosti og verðmerkja þessar vörur.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert