Ekki marktækur launamunur

Á Egilsstöðum eru allir jafnir.
Á Egilsstöðum eru allir jafnir. mbl.is/Golli

Fyrstu niðurstöður jafnlaunaúttektar, sem endurskoðunarfyrirtækið PWC hefur unnið að undanförnu fyrir Fljótsdalshérað, sýna að kynbundinn launamunur er vart mælanlegur.

„Við höfum ekki fengið endanlegar niðurstöður í hendur, aðeins kynninguna en í stuttu máli kom fram að það er ekki marktækur kynbundinn launamunur,“ segir Björn Ingimarsson, bæjarstjóri Fljótsdalshéraðs, glaður yfir niðurstöðunum í Morgunblaðinu í dag.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs samþykkti fyrr á árinu að gera slíka úttekt fyrir sveitarfélagið í kjölfarið á umræðu um jafnlaunamál til að sjá hvar það stæði.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert