Fellst á að færa húsið í Bolungarvík

Aðalstræti 16 á Bolungarvík.
Aðalstræti 16 á Bolungarvík. Ljósmynd/Bæjarins besta

Þór Hjaltalín, minjavörður Norðurlands vestra, segir að Minjastofnun hafi fyrir sitt leyti fallist á að húsið að Aðalstræti 16 í Bolungarvík, sem skemmt var í sumar, verði fært, en Bolungarvíkurkaupstaður hefur lýst yfir vilja til þess. Þetta kemur fram á vef Bæjarins besta. 

Þór segir að næstu skref séu að ganga frá húsinu fyrir veturinn til að verja það frekari skemmdum. „Lykilatriði er að húsið verði varðveitt,“ segir Þór við Bæjarins besta.

Húsið var skemmt í byrjun júlí í sumar. Sá sem skemmdarverkin vann viðurkenndi verk sitt. Hann sagðist hafa skemmt húsið til að hindra slys. Húsið er friðað.

Fréttir mbl.is:

Skemmdi húsið til að hindra slys

Minjastofnun rannsakar skemmda húsið

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert