Sinnir ekki viðunandi eftirliti

Jólabjór.
Jólabjór. mbl.is/Sverrir Vilhelmsson

Fjölmiðlanefnd getur vegna fjárskorts ekki haft viðunandi eftirlit með áfengisauglýsingum í fjölmiðlum. Aðeins tveir starfsmenn starfa hjá nefndinni sem þarf að hafa eftirlit með tæplega 190 fjölmiðlum.

Þetta kemur fram í umsögn fjölmiðlanefndar um frumvarp Vilhjálms Árnasonar, þingmanns Sjálfstæðisflokks, en verði það samþykkt felur það í sér að sala áfengis verði gerð frjáls.

Fjölmiðlanefnd telur að verði frumvarpið að lögum hvetji það verslanir til að markaðssetja áfengi í auknum mæli fyrir neytendur. „Nefndin telur að umfang eftirlits geti þá aukist verulega, en nú þegar eru ekki veittir fjármunir til að hafa markvisst eftirlit með áfengisauglýsingum í fjölmiðlum hér á landi.“

Nefndin telur afar brýnt að veita umtalsverðum fjármunum í eftirlit með áfengisauglýsingum svo nefndin geti viðhaft það eftirlit sem nauðsynlegt er.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert