Tjón á bílum í Herjólfi

Herjólfur á siglingu.
Herjólfur á siglingu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Tjón varð á nokkrum bílum um borð í ferjunni Herjólfi í gær samkvæmt heimildum vefsins Eyjar.net. Veltiuggar skipsins eru bilaðir. Í gær var einnig vont í sjóinn.

Herjólfur siglir nú til Þorlákshafnar þar sem Landeyjahöfn hefur verið ófær síðastliðna daga. Nú stendur yfir vinna við viðgerð á stýribúnaði veltiugga Herjólfs og af þeim sökum hefur Herjólfur aðeins siglt eina ferð á dag til Þorlákshafnar.

„Rétt er að benda farþegum okkar á að mikill veltingur getur verið um borð og því rétt að skoða vel ölduspá sérstaklega áður en lagt er í sjóferð með börn,“ segir í tilkynningu á vef Herjólfs.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert