Einn vildi sýkna kynferðisbrotamann

Skýrsla var tekin af fórnarlambinu í Barnahúsi en stúlkan var …
Skýrsla var tekin af fórnarlambinu í Barnahúsi en stúlkan var tólf ára gömul þegar brotið átti sér stað. Mynd/Guðmundur Rúnar Guðmundsson

Hæstiréttur hefur staðfest dóm Héraðsdóms Vestfjarða yfir karlmanni vegna kynferðisbrots gegn dóttur mágkonu sinnar sem var tólf ára gömul þegar brotið átti sér stað. Hann var dæmdur í fimmtán mánaða fangelsi en tólf þeirra voru skilorðsbundnir. Einn dómaranna vildi sýkna manninn.

Maðurinn var dæmdur í Héraðsdómi Vestfjarða fyrir að hafa farið með hönd undir sæng stúlkunnar þar sem hún lá í rúmi, fært fótleggi hennar í sundur, káfað á kynfærum hennar innan klæða og sett fingur inn í leggöng hennar í janúar á þessu ári. Maðurinn bjó ásamt sambýliskonu sinni á heimili fjölskyldu stúlkunnar tímabundið vegna húsnæðisskorts en móðir stúlkunnar og sambýliskonan eru systur.

Dómur héraðsdóms var staðfestur en hann taldi rétt að skilorðsbinda stærstan hluta dómsins héldi maðurinn skilorð. Hann var þó dæmdur til að greiða stúlkunni 600.000 krónur, 2/3 hluta sakarkostnaðar og áfrýjunarkostnað málsins.

Ólafur Börkur Þorvaldsson, einn hæstaréttardómaranna sem kvað upp dóminn, skilaði sératkvæði í málinu. Í ljósi þess að maðurinn hafi ávalt neitað sök og að aðeins hann og stúlkan væru til sagna um málsatvik væri rétt að sýkna hann.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert