„Þetta er ofboðslega mikið gos“

Baugur Sjónarspilið var stórkostlegt þegar sólin lýsti upp gosmökkinn yfir …
Baugur Sjónarspilið var stórkostlegt þegar sólin lýsti upp gosmökkinn yfir Holuhrauni. Ekkert útlit er fyrir að gosinu ljúki í bráð. mbl.is/RAX

„Þetta er ofboðslega mikið gos og þótt við séum farin að sjá einhverja breytingu á því þá er engu að síður heilmikil virkni enn,“ sagði Ármann Höskuldsson, eldfjallafræðingur við Jarðvísindastofnun HÍ.

Í síðustu viku sáu vísindamenn greinilega breytingu á gosinu sem kom m.a. fram í sveiflum í gosmekkinum yfir daginn. Öflugir strókar komu upp annað slagið. Einnig mátti greina púlsa í hraunflæðinu.

Dregið hefur úr eldgosinu og er hraunflæðið nú um fjórðungur þess sem það var mest. Enn streyma 60-100 rúmmetrar af hrauni á hverri sekúndu, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert