Eva Joly fékk 11 milljónir

Sérstakur saksóknari greiddi Evu Joly, þingmanni á Evrópuþinginu og fyrrverandi rágjafa sínum, 10.962.921 krónur fyrir lögfræðiráðgjöf á árinu 2010. Þetta kemur fram í svari dómsmálaráðherra við fyrirspurn um verktakakostnað embættisins. Jón Þórisson, aðstoðarmaður Evu Joly, fékk á sama tíma 676.591 krónur frá embættinu.

Á yfirlitinu má einnig sjá að sérstakur saksóknari greiddi Sigurði Tómasi Magnússyni 51.398.291 krónur á árunum 2009-2014 og Jóni H.B. Snorrasyni, aðstoðarlögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu, 18.301.943 króna á árunum 2010-2014. Báðir fengu greitt fyrir lögfræðiráðgjöf. Þeir eiga það sameiginlegt að hafa verið saksóknarar í Baugsmálum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert