Íslenskir karlmenn vöktu heimsathygli

Skjáskot af www.heforshe.org

Það vakti mikla athygli í lok september þegar að leikkonan Emma Watson hrinti af stað herferðinni HeForS­he sem snýst um að virkja karl­menn í mót­mæl­um gegn kynjam­is­rétti.

Herferðin, sem er á vegum Sameinuðu þjóðanna, gerði karlmönnum kleift að fara inn á ákveðna síðu og skrifa undir yfirlýsingu þess efnis að þeir styðji jafnrétti kynjanna. Eins og mbl.is sagði frá stóðu íslenskir karlmenn sig áberandi vel í að skrifa undir og sköruðu frammúr kynbræðrum sínum í mörgum öðrum stærri löndum. Þegar þetta er skrifað hafa 8.057 íslenskir karlmenn skrifað undir. 

Framkvæmdarstýra UN Women, Inga Dóra Pétursdóttir, segir að þátttaka íslenskra karla hafi vakið heimsathygli. „HeForShe hefur sýnt hversu fljót við erum hérna á Íslandi að taka við okkur þegar það kemur að netherferðum, allir á Íslandi vissu af þessu,“ segir Inga Dóra í samtali við mbl.is.

Inga Dóra segir að í mörgum löndum Evrópu sé fyrst núna verið að kynna herferðina. „Til dæmis var Finnland að hefja kynningu á þessu bara núna. Þar eru aðeins um þúsund búnir að skrifa undir.“

Í síðasta mánuði fór Inga Dóra til Japan til að funda með öllum landsnefndum UN Women. „Þar var þátttaka Íslands alveg sérstakt umræðuefni. Fólk var alveg ótrúlega heillað. Það var bara gaman að segja frá því hversu vel íslenskir karlmenn taka í þetta og séu svona tilbúnir að taka þátt í jafnréttismálum. Þetta hefur vakið heimsathygli.“

Hún segir að önnur Evrópulönd séu nú að skipuleggja herferðir til þess að fá karlmenn til að skrifa undir. Sum lönd ætla að fá frægt fólk eins og þingmenn og leikara til þess að skrifa undir til þess að hvetja karlmenn til að taka þátt. „Við þurfum ekki að gera neitt svona,“ segir Inga Dóra. „Íslensku karlmennirnir fóru bara sjálfir inn á síðuna og skrifuðu undir.“

Finna fyrir meðbyr frá karlmönnum

Íslenskir karlmenn skara fram úr

HeForShe.org

Inga Dóra Pétursdóttir framkvæmdarstýra UN Women á Íslandi.
Inga Dóra Pétursdóttir framkvæmdarstýra UN Women á Íslandi. mbl.is/Styrmir Kári
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert