Kokkalandsliðinu fagnað á morgun

Kokkalandslíð Íslands hlaut gullverðlaun í báðum greinunum sem það keppti í í heimsmeistrarakeppninni í matreiðslu sem fram fór í Lúxemburg. Liðið fékk þannig gullverðlaun fyrir þriggja rétta heita máltíð og gullverðlaun fyrir kalda borðið sitt.

María Shramko, einn liðsmanna kokkalandsliðsins, hlaut einnig þrenn gullverðlaun og ein bronsverðlaun í einstaklingskeppni í sykurstyttum. „Kokkalandsliðið hefur æft stíft síðustu 18 mánuði og er því liðið að uppskera ríkulega með því að ná gullverðlaunum í báðum keppnisgreinum og gullverðlaunum í einstaklingskeppninni,“ segir í tilkynningu.

Kokkalandsliðið flýgur heim á morgun og verður liðinu fagnað í æfingarhúsnæði þess að Bitruhálsi 2 klukkan 18.00 þar sem kokkar úr Klúbbi matreiðslumeistara, bakhjarlar, samstarfsaðilar, ættingjar og vinir munu taka á móti liðinu.

Í Kokkalandsliðinu eru: Hafliði Halldórsson framkvæmdastjóri liðsins Garri, Þráinn Freyr Vigfússon fyrirliði Lava Bláa lónið, Viktor Örn Andrésson liðsstjóri Lava Bláa lónið, Fannar Vernharðsson VOX, Bjarni Siguróli Jakobsson Slippbarinn, Ylfa Helgadóttir Kopar, Hafsteinn Ólafsson Apótekið, Axel Clausen Fiskmarkaðurinn, Garðar Kári Garðarsson Strikið, Daníel Cochran Kolabrautin, Ari Þór Gunnarsson Fiskfélagið, Hrafnkell Sigríðarson Bunk Bar og María Shramko sykurskreytingarmeistari.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert