Óku undir áhrifum áfengis og fíkniefna

Ljósmynd/Kristinn Freyr Jörundsson

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði för ökumanns á tólfta tímanum í gærkvöldi vegna gruns að hann væru undir áhrifum fíkniefna. Í ljós kom að hann var einnig sviptur ökuréttinum. Hann gistir nú í fangaklefa.

 Um hálf þrjú í nótt var maður stöðvaður vegna gruns um fíkniefnamisferli en við leit á honum fannst lítilræði af fíkniefnum. Að lokinni skýrslutöku var hann látinn laus.

Upp úr eitt í nótt var ökumaður stöðvaður vegna gruns um akstur undir áhrifum áfengis og var honum sleppt að lokinni sýna- og skýrslutöku.

Um svipað leyti var annar ökumaður stöðvaður vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna. Hann var einnig látinn laus að lokinni blóðsýnatöku.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert