Örugg andlát en engar grafir

Gufuneskirkjugarður verður fullsettur eftir fáein ár.
Gufuneskirkjugarður verður fullsettur eftir fáein ár. mbl.is/Þórður

„Stjórn og forstjóri KGRP hafa um árabil lagt hart að skipulagsyfirvöldum í Reykjavík að útvega land undir kistukirkjugarð innan borgarmarkanna en það vefst fyrir stjórnendum þar, þó að það sé eitt af því örugga í lífi þessu að við deyjum öll,“ segir Þórsteinn Ragnarsson, forstjóri Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæma.

Á morgun fer fram vígsla sáluhliðs inn í Gufuneskirkjugarð. Kirkjugarðurinn var vígður á miðju sumri 1980 og eru því liðin rúmlega 34 ár frá þeim tíma. „Segja má að með vígslu sáluhliðsins sé framkvæmdum í garðinum loks lokið ef frá eru taldar framkvæmdir við stækkun grafarsvæða en þeim lýkur á næstu 6 árum.  Eftir þann tíma verða engar nýgrafir fyrir kistur í boði í höfuðborginni,“ segir Þórsteinn.

Frétt mbl.is: Hlíðarendi verði notaður í kirkjugarð

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert