Rannsókn á líkamsárás lokið

Meinta líkamsárásin átti sér stað í heimahúsi á Hvammstanga.
Meinta líkamsárásin átti sér stað í heimahúsi á Hvammstanga. Ljósmynd/Mats Wibe Lund

Rannsókn lögreglunnar á Akureyri á meintri líkamsárás á Hvammstanga í júní er lokið. Er nú málið komið til ríkissaksóknara.

Þetta staðfestir Gunnar Jóhannesson, yf­ir­maður rann­sókn­ar­deild­ar lög­regl­unn­ar á Ak­ur­eyri í sam­tali við mbl.is.

Í samtali við mbl.is í október sagði Gunn­ar að réttarmeinafræðileg rannsókn hafi ekki leitt neitt nýtt í ljós í mál­inu, en komið hef­ur fram að maður­inn sem lést hafi hlotið þungt höfuðhögg með þeim af­leiðing­um að höfuðkúp­an brotnaði og blæddi inn á heil­ann. 

Maður­inn lést þrem­ur dög­um eft­ir meinta lík­ams­árás. 

Upp­runa­lega voru fjór­ir menn sett­ir í gæslu­v­arðhald vegna máls­ins en var tveim­ur þeirra sleppt stuttu síðar. Tveir menn, feðgar sem bjuggu í húsinu þar sem maðurinn fannst sættu farbanni þar til í lok september. Ekki var farið fram á áframhaldandi farbann og séu þeir frjálsir ferða sína. Því er enginn í varðhaldi vegna málsins. 

Feðgar á Hvammstanga lausir úr farbanni

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert