Starfshópur vegna leynigagna

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra.
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði í Alþingi í morgun að hann hefði stofnað starfshóp sem ætti að skoða hvort ákvæði yrði tímabundið sett í lög sem mun gera þeim sem stunduðu skattaundanskot á síðustu árum kleift að gefa upp tekjur og afla þannig ríkissjóði tekna.

Þetta kom fram í kjölfar spurninga Katrínar Jakobsdóttur, formanns Vinstri grænna, um málið.

Áður hefur komið fram að Bjarni telji koma til greina að kaupa leynigögn sem benda til þess að skattaundanskot hafi verið stundað.

Embætti skattrannsóknarstjóra fékk send sýnishorn af gögnum með nöfnum Íslendinga sem tengjast skattaskjólum. Embættið fékk gögnin send að utan og fjármálaráðuneytið skoðar nú hvort kaupa eigi þau, en slíkt hefur aldrei verið gert hér á landi.

Katrín velti í kjölfarið fyrir sér hvort skattrannsóknarstjóri gæti lagst í þetta verkefni án þess að fá til þess aukna fjárveitingu.

Kaup á leynigögnum koma til greina

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert