Stjórnar RÚV að taka ákvörðun um sölu

Útvarpshúsið í Efstaleiti.
Útvarpshúsið í Efstaleiti. mbl.is/Ómar Óskarsson

Mennta- og menningarmálaráðherra áformar ekki að leita heimildar Alþingis til að selja Rás 2, aðrar deildir eða einingar Ríkisútvarpsins eða Ríkisútvarpið í heild. Þetta kemur fram í svari Illuga Gunnarson, mennta- og menningarmálaráðherra við fyrirspurn varaþingmanns Vinstri grænna.

Björn Valur Gíslason, varaþingmaður Vinstri grænna, spurði Illuga út í mögulega sölu á Ríkisútvarpinu eða einingum innan stofnunarinnar. 

Svar Illuga var einfalt: „Nei, enda er það alfarið á forræði og ábyrgð stjórnar Ríkisútvarpsins ohf. að taka slíka ákvörðun samkvæmt lögum.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert