Þrjú hundruð milljónir í endurskoðun

Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari.
Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari. mbl.is/Ómar

Embætti sérstaks saksóknara greiddi rúmar þrjú hundruð milljónir króna árin 2009-2014 vegna endurskoðunar. Mest var greitt til Scisco ehf. eða  128.887.500 króna fyrir árin 2011-2014. Þetta kemur fram í svari dómsmálaráðherra við fyrirspurn þingmanns Samfylkingarinnar.

Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, spurði Sigmund Davíð Gunnlaugsson, dómsmálaráðherra, um kostnað embættis sérstaks saksóknara vegna aðkeyptrar ráðgjafar og þjónustu verktaka.

Í svarinu kemur fram að Lynx Advokatfirma AS fékk greiddar 81.340.455 krónur á árunum 2009 og 2010 fyrir lögfræði og endurskoðun. Eingöngu fyrir endurskoðun fékk Ernst & Young ehf. greitt 18.188.250 krónur árið 2010, Scisco ehf. 128.887.500 króna fyrir árin 2011-2014, Frank A Attwood fékk 24.372.343 fyrir árin 2012-2014, HSNO fékk 50.342.731 króna fyrir 2012 og 2013 og Stefán Svavarsson fékk 2.635.500 krónur fyrir árið 2014.

Samtals greiddi sérstakur saksóknari því 305.766.779 krónur samtals fyrir árin 2010-2014 í endurskoðun og lögfræði og endurskoðun.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert