30-35 m/s undir Hafnarfjalli

mbl.is/Kristinn

Það er vaxandi suðsuðaustanátt á landinu með morgninum og reikna má með hviðum 30-35 m/s undir Hafnarfjalli og staðbundið á norðanverðu Snæfellsnesi meira og minna í allan dag og fram á nótt. Þetta kemur fram í ábendingum veðurfræðings Vegagerðarinnar.

Vegir eru að heita má auðir á Suðurlandi og við Faxaflóa en slæmar vindhviður eru við Hafnarfjall. Það er þoka á Hellisheiði og í Þrengslum, og eins á Fróðárheiði. Hálkublettir eru á Holtavörðuheiði en hálka á Laxárdalsheiði.

Á Vestfjörðum er mikið autt á láglendi en víða nokkur hálka á fjallvegum. Flughált er á Steingrímsfjarðarheiði og við vestanverðan Hrútafjörð.

Vegir eru auðir á Norðurlandi vestra nema hvað það er hálka á Hrútafjarðarhálsi. Hálkublettir eru enn nokkuð víða á Norðurlandi eystra.

Hálkublettir eru á fáeinum vegum á Austurlandi. Þoka er á Oddsskarði, Breiðdalsheiði og Öxi.

Veðurvefur mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert