440 aðgerðum aflýst

Læknar að stöfum.
Læknar að stöfum. mbl.is/Rax / Ragnar Axelsson

Rúmar fimm vikur eru síðan verkfallsaðgerðir lækna hófust þann 27. október. Jafnframt hófust verkfallsaðgerðir skurðlækna þann 4. nóvember.

Samkvæmt upplýsingum frá Landspítalanum hefur þurft að aflýsa um 440 aðgerðum frá því að verkfallsaðgerðirnar hófust. Þar af eru 421 skurðaðgerðir, en sérhæfðar meðferðir eins hjartaþræðingar, magaspeglanir og kransæðamyndatökur eru með í heildartölunni. Er þó lögð áhersla á það að fólk sé jafnframt hætt að bóka sig í aðgerðir á verkfallsdögum sem þýðir að skaðinn sé meiri en tölurnar segja.

Á verkfallsdögum hefur þurft að aflýsa um 40 aðgerðum á dag. Í þessari viku voru verkfallsdagarnir fjórir, en læknar á aðgerðar- og flæðisviði Landspítalans voru í verkfalli mánudag og þriðjudag en skurðlæknar miðvikudag og fimmtudag. 

Jafnframt er búið að aflýsa alls 2027 komum á göngudeildir sjúkrahússins. 

Samkvæmt upplýsingum frá Landspítalanum telur starfsfólk að áhrif af verkföllunum muni vara langt fram á næsta ár. Er mikið verkefni að endurraða biðlistum fyrir þá sem missa til dæmis af aðgerðum vegna verkfalls. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert