Eiginmaðurinn áfram í öryggisgæslu

Geðdeild Land­spít­al­ans á Kleppi
Geðdeild Land­spít­al­ans á Kleppi mbl.is/Sverrir Vilhelmsson

Maður sem er grunaður um að hafa orðið valdur að andláti eiginkonu sinnar í Stelkshólum í lok september hefur verið úrskurðaður í áframhaldandi öryggisgæslu.

Að sögn Friðriks Smára Björgvinssonar, yfirmanns rannsóknardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir að maðurinn hafi verið úrskurðaður í öryggisgæslu á á rétt­ar­geðdeild Land­spít­al­ans á Kleppi næstu fjórar vikurnar. 

Enn er beðið eftir lok­aniður­stöðu krufn­ing­ar og geðrann­sókn­ar í tengsl­um við rann­sóknina og segir Friðrik að ekki sé hægt að segja til um hvenær hún liggi fyrir. Að öðru leyti er rann­sókn máls­ins lokið. Þegar gögn­in ber­ast verður málið sent rík­is­sak­sókn­ara til áfram­hald­andi meðferðar.

Eig­inmaður kon­unn­ar, sem er 29 ára gam­all, var hand­tek­inn í lok sept­em­ber sl. og var hann í upp­hafi úr­sk­urðaður til að sæta gæslu­v­arðhaldi á Litla-Hrauni til 17. októ­ber á grund­velli rann­sókn­ar hags­muna. Fyrsta hálfa mánuðinn var hann í ein­angr­un í fang­els­inu. Þann 17. októ­ber var gæslu­v­arðhaldið yfir hon­um fram­lengt til 14. nóv­em­ber.

Maður­inn, sem grunaður er um að hafa þrengt að önd­un­ar­vegi konu sinn­ar þannig að bani hlaust af, hef­ur glímt við and­leg veik­indi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert