Kokkalandsliðið hafnaði í 5. sæti

Kokkalandsliðið.
Kokkalandsliðið.

Nú er það orðið ljóst að íslenska kokkalandsliðið náði 5. sæti á heimsmeistaramótinu í Lúxemborg og er þetta besti árangur Íslands hingað til, segir í frétt um málið á vefnum freisting.is.

Það var Singapúr sem hafnaði í fyrsta sæti, Svíþjóð varð í öðru sæti og Bandaríkin í því þriðja.

Kokka­lands­líð Íslands hlaut gull­verðlaun í báðum grein­un­um sem það keppti í í heims­meistr­ara­keppn­inni í mat­reiðslu sem fram fór í Lúx­emborg. Liðið fékk þannig gull­verðlaun fyr­ir þriggja rétta heita máltíð og gull­verðlaun fyr­ir kalda borðið sitt.

María Shram­ko, einn liðsmanna kokka­landsliðsins, hlaut einnig þrenn gull­verðlaun og ein bronsverðlaun í ein­stak­lingskeppni í syk­ur­stytt­um.

Í kokka­landsliðinu eru: Hafliði Hall­dórs­son, fram­kvæmda­stjóri liðsins, Garra, Þrá­inn Freyr Vig­fús­son fyr­irliði, Lava Bláa lón­inu, Vikt­or Örn Andrés­son liðsstjóri, Lava Bláa lón­inu, Fann­ar Vern­h­arðsson VOX, Bjarni Siguróli Jak­obs­son Slipp­barn­um, Ylfa Helga­dótt­ir Kop­ar, Haf­steinn Ólafs­son Apó­tek­inu, Axel Clausen Fisk­markaðnum, Garðar Kári Garðars­son Strik­inu, Daní­el Cochran Kola­braut­inni, Ari Þór Gunn­ars­son Fisk­fé­lag­inu, Hrafn­kell Sig­ríðar­son Bunk Bar og María Shram­ko syk­ur­skreyt­ing­a­meist­ari.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert