Mikil hálka á Holtavörðuheiði

Holtavörðuheiði
Holtavörðuheiði mbl.is/Gúna

Vegir eru að heita má auðir á Suðurlandi og við Faxaflóa en það er þoka á Hellisheiði og í Þrengslum, og eins á Fróðárheiði. Flughált er á Holtavörðuheiði en hálkublettir eða hálka sumstaðar í Dölunum.

Nokkur hálka er á Vestfjörðum, einkum á fjallvegum og á sunnanverðum fjörðunum en Djúpið er autt. Flughált er í Hrútafirði og yfir Hrútafjarðarháls. Annars hefur mikið tekið upp á Norðurlandi þótt sumstaðar séu hálkublettir, einkum austan til.

Hálkublettir eru á fáeinum fjallvegum á Austurlandi og raunar einnig í Berufirði. Þoka er á Oddsskarði, Breiðdalsheiði og Öxi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert